12.12.2010 | 20:56
Alþingi: Hetjur óskast.
Það er löngu orðið tímabært að finna hetjur úr íslensku samfélagi og skifta út eitthvað af þessum rolum og strengjabrúðum sem fylla alþingi. Eitthverjar hetjur sem þora að standa upp og verja land og þjóð hvað sem það kostar og auðvitað eiga þeir þora að standa vörð um grunnfrelsi í heiminum sem tjáningafrelsið er.
Sumu er kannski óþarfi að leka en verður valið ekki að vera hjá þeim sem lekur leyndarmálinu hefur hann ekki rétt á að tjá sig ef hann telur ástæðu til, er hægt að sakast út í Wikileaks fyrir að veita honum vettvang til að létta af sér.
Hvað er svo með þetta Icesave mál afhverju þarf að vera ræða þetta eitthvað frekar, ef þjóðin fær að ráða er ekki nokkuð ljóst að svarið verður "Nei við borgum ekki krónu". Geta rolurnar í stjórninni bara ekki komið því á framfæri við Breta og Hollendinga. Er annars eitthver sem heldur að þjóðin myndi undir eitthverjum kringumstæðum samþykkja að greiða Icesave skuldirnar.
Er orðið of seint að finna heillegan DNA streng úr Jóni Sigurðssyni og klóna hann, gaman að vita hverju hann myndi mótmæla núna, kannski væri hann bara fluttur til Noregs og væri að keyra strætó í Bergen núna.
Skorar á Össur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)